Sviflínan liggur yfir Svartárgljúfur frá toppi Kambanna við Hveragerði að kaffihúsinu við Reykjadal. Línurnar eru kílómetri að lengd og liggja samhliða í að meðaltali 10°halla.
Ferðin byrjar í móttöku Mega Zipline við Reykjadal. Þar er farið yfir helstu öryggisatriði og farið í þann búnað sem við á. Allir gestir fá bæði belti og hjálm og Fálkarnir fá fluggleraugu.
Frá móttökunni er ekið að Svartárgljúfri langleiðina upp að fallturninum og gengið síðasta spölinn upp með gljúfrinu. Sú gönguleið er um 600 metra löng og hækkun um 70 metra. Á gönguleiðinni er hægt að njóta stórkostlegrar fegurðar gljúfursins sem inniheldur m.a. fossa og stuðlaberg. Eftir um 10-15 mínutna göngu er komið er að turninum þar sem flugstjórarnir taka á móti gestum, fara yfir öryggisatriðin og senda tvo og tvo saman niður línurnar.
Á leiðinni eru sjálfvirkar myndavélar sem kvikmynda upplifunina. Þegar gestirnir lenda á lendingarpallinum eru nokkur skref aftur í móttökuna þar sem búnaði er skilað og gestum gefst færi á að nálgast myndbönd og gjafavöru.
Vinsælasta ferðin okkar köllum við Fuglinn. Gestir sitja í þar til gerðu belti með frábæru útsýni, frjálsir eins og fuglinn. Þú hefur fullt vald á hraðanum og þægindin eru í fyrirrúmi svo þú getur notið ferðarinnar og útsýnisins. Við mælum með þessum valkosti fyrir þá sem eru að prófa í fyrsta skipti. Frábær skemmtun og hægt er að njóta ferðarinnar með ferðafélaga á hinni línunni.
Bókaðu flug!
Þessi valkostur er fyrir ofurhugana! Gestir liggja í þar til gerðu belti og steypa sér með höfuðið á undan niður gilið. Hröðustu “fálkarnir” ná allt að 120 km/klst á æsispennandi flugi og hægt er að keppa við þann sem brunar samhliða manni niður.
Bókaðu flug!
Falllínan er frábær viðbót við sviflínuna – tilvalið á meðan þú bíður eftir að röðin komi að þér. Hér er stokkið fram af fluglínuturninum í línu sem grípur fallið á síðustu metrunum. Upplifun sem kemur blóðinu á hreyfingu!
Bókaðu flug!
Þjónustumiðstöð Mega Zipline er staðsett við Café Reykjadal við mynni Reykjadals í Hveragerði. Ekið er í norðurátt út af þjóðvegi eitt í fyrsta hringtorginu við Hveragerði. Reykjadalur er 4 km frá hringtorginu og því einnig hægt að ganga eða hjóla frá Hveragerði.
Reykjadalur er einn vinsælasti áfangastaður suðvesturlands – margrómaður fyrir náttúrufegurð og heit böð. Fjölmargar frábærar gönguleiðir eru á svæðinu og í Hveragerði er að finna eina fallegustu sundlaug landsins, veitingastaði og hótel.
Verið velkomin í ævintýralandið í Hveragerði.
Þjónustuhús Mega Zipline er staðsett í hinum nýopnaða Skála í Reykjadal sem er upphafs og lokapunktur heimsókna í Reykjadal. Í þjónustuhúsinu hefst flugið og þar er einnig hægt að kaupa myndbönd að flugi loknu og gjafavöru. Í Skálanum er hægt að grípa með sér kaffi og bakkelsi eða setjast niður og borða í huggulegu umhverfi með útsýni inn Reykjadalinn. Þetta er tilvalinn staður fyrir fleiri ævintýri í nágrenni Hveragerðis.
Kaffihúsið við hliðina á Mega Zipline býður upp á frábæran mat fyrir og eftir flugferðina. Einnig er kjörið að fara í gönguferð upp í Reykjadal og jafnvel dýfa sér í heita ánna eða leggja upp í lengri gönguferð yfir Hengil og niður að Nesjavöllum og Þingvallavatni.
Í næsta húsi við Mega Zipline er Icebike Adventures með fjallahjólaferðir í nýjum fjallahjólagarði sem býður upp á leiðir í nágrenni Reykjadals. Mikið er um aðra afþreyingu í nágrenninu: Lava Tunnel eða Raufarhólshellir er skammt frá, einn fallegasti og aðgengilegasti hraunhellir á Íslandi. Black Beach Tours býður upp á fjölda fjórhjóla- og bátsferða í nágrenni Hveragerðis. Ein fallegasta sundlaug landsins er í Laugaskarði Hveragerði, en einnig má finna frábærar hestaleigur, golfvöll auk þess sem fjöldi garðyrkju- og blómabænda eru með opin gróðurhús – meðal annars vinir okkar í Garðyrkjustöðinni Flóru. Fjöldi veitingastaða er í næsta nágrenni, til að mynda Mathöllin í Gróðurhúsinu og Ölverk pizzur og bjór. Spennandi gistimöguleika er að finna í Hveragerði eins og Gróðurhúsið, Frost og funi og Hótel Örk.
Sjáumst í Hveragerði.
Gd2023-12-30Απίστευτη εμπειρία, άψογη εξυπηρέτηση. Υπέροχο προσωπικό, άψογη εξυπηρέτηση φανταστική εμπειρία, ήρθαμε χωρίς να έχουμε κάνει κράτηση για το zip line και μας εξυπηρέτησαν αμέσως, η εμπειρία θα μας μείνει αξέχαστη, τους περιμένουμε όλους Σαντορίνη..stephensoliver2023-12-29Fantastic ride - book it. Amazing experience. Great welcome and an incredible buggy ride up to the tower. Absolutely exhilarating. I did the superman and Elaine used the seated method. Cannot recommend enough. Run by a great bloke and the younger lad was superb. Get it booked. It has left a smile on our faces all day long.Nicole B2023-11-13Fun ride - sad we couldn't get video AMAZING ride! Would absolutely do again. Only downside was electricity was out at the site due to local construction so we couldn't get a video of the ride. Would absolutely do it again though and plan on it for the next trip!Tom R2023-11-08Great experience Brilliant experience, Tom and the team were great hosts. Some wicked waterfall sights on the way to the tower top aswell. Head wind slowed us down but we couldn't change mother nature!! Kids enjoyed it as much as the big kids!!Sherina M2023-09-03Such fun Really fun activity to do. The scenery was incredible as you zip line down a waterfall. The walk up had some amazing views. Was a bit scary when the gate first opened at the top but was fine once I got going. Went with my partner on the other line so we could do it as a couple.Margreet P2023-08-25Great experience! Beautiful view! Great experience! Part of our group will do the falcon next time!! But for the 'oldies' the fly like a bird was a great experience already!Camden P2023-08-19Awesome time with Mega Zip My fiancé and I are from the United States and visited the Mega Zipline on August 15th. We had an amazing time flying over the beautiful canyons, admiring the waterfalls from above. While we are both quite adventurous, I have an occasional fear of heights. The staff was incredibly friendly and professional, putting our minds perfectly at ease and making the best experience for us possible. I can not sing their praises enough, we had such an amazing time. Highly recommended for anybody visiting the Selfoss/Reykjavik area that wants to see the landscape from a different perspective
Cookie | Duration | Description |
---|---|---|
cookielawinfo-checkbox-analytics | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics". |
cookielawinfo-checkbox-functional | 11 months | The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional". |
cookielawinfo-checkbox-necessary | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary". |
cookielawinfo-checkbox-others | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other. |
cookielawinfo-checkbox-performance | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance". |
viewed_cookie_policy | 11 months | The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data. |
*pending weather