Upplifun lífs þíns

Upplifun lífs þíns

Flugið

Sviflínan liggur yfir Svartárgljúfur frá toppi Kambanna við Hveragerði að kaffihúsinu við Reykjadal. Línurnar eru kílómetri að lengd og liggja samhliða í að meðaltali 10°halla.

Ferðin byrjar í móttöku Mega Zipline við Reykjadal. Þar er farið yfir helstu öryggisatriði og farið í þann búnað sem við á. Allir gestir fá bæði belti og hjálm og Fálkarnir fá fluggleraugu.

Frá móttökunni er ekið að Svartárgljúfri langleiðina upp að fallturninum og gengið síðasta spölinn upp með gljúfrinu.  Sú gönguleið er um 600 metra löng og hækkun um 70 metra.  Á gönguleiðinni er hægt að njóta stórkostlegrar fegurðar gljúfursins sem inniheldur m.a. fossa og stuðlaberg. Eftir um 10-15 mínutna göngu er komið er að turninum þar sem flugstjórarnir taka á móti gestum, fara yfir öryggisatriðin og senda tvo og tvo saman niður línurnar. 

Á leiðinni eru sjálfvirkar myndavélar sem kvikmynda upplifunina. Þegar gestirnir lenda á lendingarpallinum eru nokkur skref aftur í móttökuna þar sem búnaði er skilað og gestum gefst færi á að nálgast myndbönd og gjafavöru.

Sjálfvirkar myndavélar staðsettar meðfram línunum
munu taka upp flugið þitt.

Flugferðirnar

Hefðbundin ferð Fuglinn

Vinsælasta ferðin okkar köllum við Fuglinn. Gestir sitja í þar til gerðu belti með frábæru útsýni, frjálsir eins og fuglinn. Þú hefur fullt vald á hraðanum og þægindin eru í fyrirrúmi svo þú getur notið ferðarinnar og útsýnisins. Við mælum með þessum valkosti fyrir þá sem eru að prófa í fyrsta skipti. Frábær skemmtun og hægt er að njóta ferðarinnar með ferðafélaga á hinni línunni.

Bókaðu flug!

Liggjandi ferð (Súperman) Fálkinn

Þessi valkostur er fyrir ofurhugana! Gestir liggja í þar til gerðu belti og steypa sér með höfuðið á undan niður gilið. Hröðustu “fálkarnir” ná allt að 120 km/klst á æsispennandi flugi og hægt er að keppa við þann sem brunar samhliða manni niður.

Bókaðu flug!

Í frjálsu falli Lundinn

Falllínan er frábær viðbót við sviflínuna – tilvalið á meðan þú bíður eftir að röðin komi að þér. Hér er stokkið fram af fluglínuturninum í línu sem grípur fallið á síðustu metrunum. Upplifun sem kemur blóðinu á hreyfingu!

Bókaðu flug!

Staðsetning

Þjónustumiðstöð Mega Zipline er staðsett við Café Reykjadal við mynni Reykjadals í Hveragerði. Ekið er í norðurátt út af þjóðvegi eitt í fyrsta hringtorginu við Hveragerði. Reykjadalur er 4 km frá hringtorginu og því einnig hægt að ganga eða hjóla frá Hveragerði.
Reykjadalur er einn vinsælasti áfangastaður suðvesturlands – margrómaður fyrir náttúrufegurð og heit böð. Fjölmargar frábærar gönguleiðir eru á svæðinu og í Hveragerði er að finna eina fallegustu sundlaug landsins, veitingastaði og hótel.
Verið velkomin í ævintýralandið í Hveragerði.

Aðstaðan

Þjónustuhús Mega Zipline er staðsett í hinum nýopnaða Skála í Reykjadal sem er upphafs og lokapunktur heimsókna í Reykjadal. Í þjónustuhúsinu hefst flugið og þar er einnig hægt að kaupa myndbönd að flugi loknu og gjafavöru. Í Skálanum er hægt að grípa með sér kaffi og bakkelsi eða setjast niður og borða í huggulegu umhverfi með útsýni inn Reykjadalinn. Þetta er tilvalinn staður fyrir fleiri ævintýri í nágrenni Hveragerðis.

Upplifanir í
nágrenninu

Kaffihúsið við hliðina á Mega Zipline býður upp á frábæran mat fyrir og eftir flugferðina. Einnig er  kjörið að fara í gönguferð upp í Reykjadal og jafnvel dýfa sér í heita ánna eða leggja upp í lengri gönguferð yfir Hengil og niður að Nesjavöllum og Þingvallavatni.

Í næsta húsi við Mega Zipline er Icebike Adventures með fjallahjólaferðir í nýjum fjallahjólagarði sem býður upp á leiðir í nágrenni Reykjadals. Mikið er um aðra afþreyingu í nágrenninu: Lava Tunnel eða Raufarhólshellir er skammt frá, einn fallegasti og aðgengilegasti hraunhellir á Íslandi. Black Beach Tours býður upp á fjölda fjórhjóla- og bátsferða í nágrenni Hveragerðis. Ein fallegasta sundlaug landsins er í Laugaskarði Hveragerði, en einnig má finna frábærar hestaleigur, golfvöll auk þess sem fjöldi garðyrkju- og blómabænda eru með opin gróðurhús – meðal annars vinir okkar í Garðyrkjustöðinni Flóru. Fjöldi veitingastaða er í næsta nágrenni, til að mynda  Mathöllin í Gróðurhúsinu og Ölverk pizzur og bjór. Spennandi  gistimöguleika er að finna í Hveragerði eins og Gróðurhúsið, Frost og funi og Hótel Örk

Sjáumst í Hveragerði.

we are now open daily*

*pending weather