Gjafabréf

bjóðum við gjafabréfin okkar til sölu á vefnum. Gjafabréfið er „geggjuð“ jóla- eða tækifærisgjöf handa fjölskyldu eða vinum. Að svífa heilan kílómeter á hraða fuglsins er upplifun sem lætur engan ósnortinn.

Ferðin byrjar og endar í nýja kaffihúsinu við mynni Reykjadals í Hveragerði. Ferðin tekur um það bil 50 - 60 mínútur. Eftir innritun er farið yfir búnaðinn og svo er lagt af stað upp að flugturninum. Hægt er að kaupa tvær mismunandi ferðir, hefbundna, þar sem maður situr í stól, eða liggjandi fyrir adrenalínfíklana.  

Til viðbótar er hægt að velja „frjálst fall“, þar sem stokkið er fram af flugturninum í línu sem grípur mann í síðustu metrunum. Þetta er sérstakt gjafabréf. Ekki gleyma að kaupa myndbandsupptöku af svifinu þegar þú nýtir gjafabréfið.

Útprentuðu gjafabréfin okkar eru einstaklega fallega hönnuð og samanbrotin svo hægt er að afhenda þau beint eða pakka þeim sérstaklega inn. Vinsamlega sendið okkur tölvupóst ef þið kjósið að fá útprentað kort. Hægt er að sækja þau á BSÍ-umferðarmiðstöð tveimur virkum dögum eftir kaup. Ef þið óskið þess að fá útprentaða kortið sent heim, þá þarf að senda okkur heimilisfang á tölvupósti og bókunarnúmer. Í gjafabréfinu kemur fram nafn ferðarinnar sem gefin er og fyrir hversu marga. Útprentaða gjafabréfið kemur með gjafakortakóða sem hægt er að nýta til að panta ferðina á vefnum okkar.  

Rafrænu gjafakortin (pdf-skjal) eru hentug fyrir þá sem vilja fá gjafakort en um leið að njóta þeirra þæginda að fá það sent með tölvupósti. Í pöntunarstaðfestingu sem kemur sjálfkrafa til þín í tölvupósti eftir pöntun er að finna hlekk sem leiðir þig inn á gjafabréfið sem pdf-skjal í rafrænu formi. Í gjafabréfinu er nafn flugsins sem í boði er ásamt gjafakóða sem notaður er til greiðslu ferðarinnar þegar pantað er á vefnum. 

Kaupa gjafabréf

Veldu það gjafabréf sem passar við þá upplifun sem þú vilt gefa.

Gjafakortið er svo sent með gjafabréfakóða sem þú getur svo notað þegar þú bókar ferðina hjá okkur á vefnum. Viljir þú fá hefðbundið gjafabréf sent í pósti, þá vinsamlegast hafðu samband við okkur í gegnum tölvupóst. Einnig er í boði að fá gjafabréf sem pdf skjal sem inniheldur gjafakóðann.

*Gjafabréfin gilda út árið 2024

Gjafabréfin

SVARTUR FÖSTUDAGUR

20% af öllum upplifunum og gjafakortum með því að nota
promo kóða MEGAFRIDAY23

*Tilboð gildir föstudaginn 24. til sunnudagsins 26. nóvember