Í öllum veðrum

Í öllum veðrum

Hvað á að taka með

Hlý föt

Fyrir íslenskt veður

Góða skó

Fyrir gönguna upp

Bros

Fyrir myndavélarnar

Kröfurnar okkar

*Við ákveðin veðurskilyrði getum við hækkað lágmarksþyngd.

Sumar, vetur, vor og haust

Íslenska veðrið getur verið óútreiknanlegt. Mega Zipline er opið allan ársins hring enda er upplifunin einstök í hvaða veðri sem er. Við mælum alltaf með vindheldum jakka og jafnvel vindheldum buxum á veturna. Þunn húfa og vettlingar eru nauðsynleg og síðast en ekki síst góðir skór. Hluti af upplifuninni er að ganga síðasta spölinn að turninum. Gengið er á slóða sem getur bæði verið ójafn og blautur. Við mælum því með léttum gönguskóm.
Fari svo að ekki sé fært í sviflínuna vegna veðurs látum við alla sem eiga bókaða ferð vita.

FAQ

Best er að koma á eigin bíl. Þá er hægt að slá inn Mega Zipline í Google eða Apple maps. Þjónustuhúsið er um 50 km frá miðbæ Reykjavíkur og það tekur tæplega 45 mínútur að komast þangað eftir þjóðvegi 1 frá Reykjavík. Hægt er að taka strætó numer 51 til Hveragerðis en frá stoppustöððinni er um 4 km gangur að þjónustuhúsinu.
Við köllum það fálkann þar sem gestir liggja í nokkurs konar hengirúmi og renna sér niður línuna með höfuðið á undan sér. Með þessu móti næst hámarkshraði á fluginu. Frábær skemmtun fyrir þá sem vilja fá blóðið til að renna hraðar í æðunum.
Sviflínan í Mega Zipline er sett upp af kanadískum sérfræðingum sem hafa sett upp fluglínur út um allan heim. Línan sjálf er gríðarlega sterkur stálstrengur sem er sérvalinn í þetta verkefni. Búnaðurinn sem leggst á vírinn (rúllurnar) eru sérhannaðar fyrir fluglínur og eru bæði öflugar og öruggar. Sleðinn sem rúllurnar liggja inn í er haldið í örggri fjarlægðfrá notendanum. Svifbeltin eru hengd upp í sleðann með öflugum þriggja þátta festingum. Sérþjálfaðir flugstjórar sjá til þess að öllum öryggisreglum sé fylgt. Allir gestir fá hjálm til notkunar í fluginu.
Já svo framarlega að það sé laust, geturðu alltaf breytt miðanum.
Þú þarft ekki að bóka fyrirfram en við mælum þó sterklega með því svo þú getir valið þér þann flugtíma sem hentar. Á sumrin eru ferðir á 20-30 mínútna fresti þannig að það er ólíklegt að þú þurfir að bíða lengi eftir næstu ferð. Ef þú ert í stærri hóp mælum við alltaf með að bóka fyrirfram. Á veturnar eru ferðirnar á klukkutíma frest og því enn betra að bóka tímanlega.

Við gerum ráð fyrir 45 - 70 mínútum (fer eftir fjölda gesta) frá því að þú mætir þar til að þú skilar búnaðinum aftur.

Þú getur stýrt hraðanum upp að vissu marki. Í fljúgðu eins og fuglinn, hefbundna fluginu, þá er hægt að setjast meira upprétt til að gera sig stærri og þar með tekið á þig meiri vind. Með því að leggjast aftur og halda höndum þétt að líkamanum ferðu svo hraðar. Í Fálkanum, þar sem þú liggur er ekki hægt að stýra mikið hraðanum, þar er bara einn hraði: Full ferð!
Já, allir sem fljúga með Mega Zipline verða að skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu. Þetta er gert annað hvort rafrænt við bókun eða á staðnum fyrir brottför.
Auðvitað! Ef þú velur að kaupa myndband af ferðinni þinni þá geturðu deilt því með fjölskyldu, vinum og öllum á samfélagsmiðlum.

Hefur þú einhverjar spurningar?

SVARTUR FÖSTUDAGUR

20% af öllum upplifunum og gjafakortum með því að nota
promo kóða MEGAFRIDAY23

*Tilboð gildir föstudaginn 24. til sunnudagsins 26. nóvember