Um okkur

Um okkur

Fyrirtækið

Mega Zipline var stofnað í byrjun ársins 2021. Markmiðið var að setja upp skemmtilegustu afþreyingu á Íslandi þar sem hægt væri að njóta spennu og íslenskrar náttúru í senn. Valin var staðsetning í Hveragerði vegna nálægðar við borgina og vaxandi samfélags ferðaþjónustuaðlila, við Reykjadal, eins vinsælasta áfangastaðar Íslands. Eigendur eru fyrirtæki og einstaklingar með mikla reynslu af ferðaþjónustu á Íslandi. Verkefnið leiðir Hallgrímur Kristinsson, margreyndur fjallamaður og frumkvöðull í ferðaþjónustu. Rekstraraðili Mega Zipline á Íslandi er Kambagil ehf kt. 590121-2150 með VSK númer 142317.

Samfélagsleg ábyrgð Mega Zipline

Jafnrétti

Við leggjum mikla áherslu á jafnrétti á vinnustað. Við trúum á að vinnustaðurinn verði betri með fjölbreyttara starfsfólki.

Sjálfbærni

Mega Zipline flokkar og endurvinnur allan úrgang og fylgir íslenska gæðastaðlinum Vakanum. Starfsemin er knúin sjáfbærum orkugjöfum og við munum kolefnisjafna alla þá þætti sem ekki standast þau viðmið.

Kolefnisjöfnun

Mega Zipline kolefnisjafnar rekstur sinn í gegnum Kolvið - íslenska kolefnissjóðinn. Við erum enn ekki búin að finna lausn til að aksturinn upp að línunni verði með rafbíl en við munum fjárfesta í rafbíl um leið og fýsileg leið finnst. Þar til sú lausn finnst munum við kolefnisjafna aksturinn. Við notumst við Meniga kolefnisreikninn.
Trigger Script on Button Click
we are now open daily*

*pending weather