Gjafabréfin okkar komin í sölu

21. September 2023 -
OPIÐ

Mega Zipline

Lengsta sviflína á Íslandi

Frjáls eins og fuglinn,
hraður eins og fálkinn.

Mega Zipline er lengsta og hraðasta sviflína á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Línan er staðsett í Kömbunum við Hveragerði og fylgir Svartagljúfri frá efstu beygju í Kömbunum alveg niður að kaffihúsinu við upphaf gönguleiðarinnar inn í Reykjadal. Gilið er lítt þekkt náttúruperla sem skartar fallegum fossum og stórbrotnu útsýni. Línurnar eru tvær og liggja samhliða svo tveir geta tekið flugið í einu.

Boðið er upp á tvær leiðir til að fljúga.Hægt er að sitja eða liggja, Frjáls eins og fuglinn eða Fljótur eins og fálkinn. Línurnar eru 1 km. að lengd og hallinn er að meðaltali 10°. Hröðustu fálkarnir geta náð allt að 120 km hraða.

Í fallínunni er hægt að upplifa frjálst fall úr 13 metrum sem stöðvar mjúklega á síðustu metrunum með tilheyrandi adrenalínflæði. Svífðu eins og lundi úr lundabjargi!

Taktu flugið með Mega Zipline.

Staðsetning

Hveragerði
Reykjadalur
Skoða nánar

Tími

50-60 mínútur

Frá innritun og til enda ferðar

Opnunartími

Sumar
Brottfarir alla daga
Frá 10 til 17

Spennandi ferð
töfrandi náttúra

Flugferðirnar

Hefðbundin ferð Fuglinn

Vinsælasta ferðin okkar köllum við Fuglinn. Gestir sitja í þar til gerðu belti með frábæru útsýni, frjálsir eins og fuglinn. Þú hefur fullt vald á hraðanum og þægindin eru í fyrirrúmi svo þú getur notið ferðarinnar og útsýnisins. Við mælum með þessum valkosti fyrir þá sem eru að prófa í fyrsta skipti. Frábær skemmtun og hægt er að njóta ferðarinnar með ferðafélaga á hinni línunni.

Bókaðu flug!

Liggjandi ferð (Súperman) Fálkinn

Þessi valkostur er fyrir ofurhugana! Gestir liggja í þar til gerðu belti og steypa sér með höfuðið á undan niður gilið. Hröðustu “fálkarnir” ná allt að 120 km/klst á æsispennandi flugi og hægt er að keppa við þann sem brunar samhliða manni niður.

Bókaðu flug!

Í frjálsu falli Lundinn

Falllínan er frábær viðbót við sviflínuna – tilvalið á meðan þú bíður eftir að röðin komi að þér. Hér er stokkið fram af fluglínuturninum í línu sem grípur fallið á síðustu metrunum. Upplifun sem kemur blóðinu á hreyfingu!

Bókaðu flug!

Verðskrá*

*Valid to 31st of May 2024
Fullorðinn
(13+)
Börn
(9-12)
Bættu við
Frjálsu falli
Bættu við
myndefni
Hefðbundin ferð - FuglinnISK 8,900ISK 6,900ISK 3,0002.900 kr.
Liggjandi ferð (Súperman) - FálkinnISK 12,900ISK 10,900 - 2.900 kr.
Free fall - Plunge as a PuffinISK 3,500ISK 3,500 --

Kombó ferðir

Hefðbundin ferð með fari frá Reykjavík

Hefðbundna ferðin okkar með skutli frá Reykjavík og til baka. Svífðu um loftin blá í þægilegu sérhönnuðu belti og virtu fyrir þér glæsilegri náttúru Íslands.

Stuðtvennan – Fuglinn og Fálkinn

Keyrðu upp adrenalínið með stuðtvennunni! Ævintýrið hefst með hefðbundinni ferð (Fuglinn) og endar á æsispennandi flugi þar sem þú steypir þér með höfuðið á undan niður gilið (Fálkinn).

Lava Tunnel & Mega Zipline tvenna

Ógleymanleg upplifun fyrir þá ævintýragjörnu. Þar sem Raufarhólshellir (the Lava Tunnel) og sviflínan okkar í Kömbunum (Mega Zipline) eru steinsnar frá hvort öðru – liggur beinast við að slá tvær flugur í einu höggi. Ferðir á milli staða eru ekki innifaldar í verðinu. (Miðahafar þurfa að koma sér sjálfir á milli staða.)

Gjafabréf

Villtu gefa bestu gjöfina? Hægt er að kaupa gjafabréf í Mega Zipline. Frábær gjöf fyrir fólk á öllum aldri, hentar líka vel sem vinnustaðagjöf.

Ekkert er betra en að gefa upplifun og skemmtilegar minningar í gjöf.
Komdu og fljúgðu með okkur…

Öryggi
í fyrirrúmi

Mega Zipline notast við búnað í hæsta gæðaflokki frá fyrirtækinu Skyline í Kanada sem eru frumkvöðlar í Sviflínum og eitt reyndasta og áreiðanlegasta fyrirtæki á þessum vettvangi. Gestir klæðast sérstökum, sérhönnuðum beltum sem hanga í mjög öflugum keflum sem renna eftir Sviflínunni. Bilið á milli keflisins og mannslíkamans er umtalsvert og því ekki hægt að flækja fingur eða hár í búnaðinum. Þá er þreföld öryggistenging á milli beltsins og keflisins þannig að engar líkur eru á að þau skiljist að. Gestir hafa handfang til að halda sér í ef þeir svo kjósa og gestir geta ekki snúist í beltinu - heldur vísa fram allan tímann. Allur búnaðurinn er vottaður og yfirfarinn af sérfræðingum og hannaður eftir ströngustu öryggiskröfum. Línurnar sjálfar eru sérstaklega hannaðar fyrir sviflínur sem þessar og þola miklu meira álag en nokkurntíman væri hægt að leggja á línurnar. Í stuttu máli, þetta eru með sterkustu vírum heims!

Allt Mega Zipline er sérþjálfað í öryggismálum þar sem lögð er áhersla á að fara yfir allan öryggisbúnað og tryggja öryggi gestana. Auk þess hefur allt starfsfólk lokið skyndihjálparnámskeiði. Allur búnaður er yfirfarinn reglulega og starfsfólk fer yfir skriflega starfsferla á hverjum degi. Allir gestir fá hjálma og “fálkarnir” fá hlífðargleraugu.

Þetta verður skemmtilegt!

Við eigum von á því að þetta muni verða mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í Hveragerði. Þetta verður eitthvað svakalegt því þetta er kílómetri, sem þú svífur yfir gil, ár og fossa, þetta verður skemmtilegt

-Aldís Hafsteinsdóttir, Fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðisbæjar

hveragerdi_aldis (1)